Gleymt lykilorð
Nýskráning
Fræði

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.176 stig
STAVKA STAVKA 1.098 stig
gthth gthth 1.038 stig
ritter ritter 576 stig
Fimbulfamb Fimbulfamb 434 stig
VeryMuch VeryMuch 402 stig
br75 br75 316 stig

Stjórnendur

ein létt (16 álit)

ein létt Hvaða fólk er þetta?

Létt getraun (22 álit)

Létt getraun Hér eru nokkrir sögufrægir einstaklingar.

Kjarnorkuskotmörk (18 álit)

Kjarnorkuskotmörk Þessi mynd frá FEMA sýnir líklegustu skotmörkin í Kaliforníu ef kjarnorkustríð hefði brotist út árið 1990.

Díógenes frá Sínópu (9 álit)

Díógenes frá Sínópu Mynd eftir Jean-Léon Gérôme af Díogenesi hundingja í tunnunni sinni.

Hin bjarta framtíð - 1960 (2 álit)

Hin bjarta framtíð - 1960 Árið 1939, ekki löngu áður en Seinni heimsstyrjöldin skall á með öllu sínu blóðbaði og eyðileggingu, var Heimssýning opnuð í New York.

Á meðal þess sem þar gaf að líta var “Futurama”, en þar var ýmsum nýtískulegum aðferðum beitt til að sýna gestum hvernig helstu vísindamenn og verkfræðingar ímynduðu sér nánustu framtíð.

Hér má t.d. sjá líkan af “stórborg árið 1960”. Og þetta er merkilegt nokk, ekkert svo fjarri lagi. Í arktitektúr og skipulagi er þetta ekkert ósvipað því sem t.d. Houston var byrjuð að líta út uppúr 1960.

Margt annað á þessari sýningu var öllu langsóttara og ævintýralegra í ofur-bjartsýni sinni. Þetta þótti hinsvegar afar eftirminnileg sýning, t.d. má geta þess að vísindamaðurinn frægi Carl Sagan minntist þess sem einnar af sínum skýrustu bernskuminningum þegar hann heimsótti hana með foreldrum sínum.

Samtíma heimildarmynd um Futurama má sjá á http://www.archive.org/details/ToNewHor1940

Ætli séu til geimverur? (12 álit)

Ætli séu til geimverur? Ef til eru lifandi verur í Vetrarbrautinni og þær eru á að giska 100 ljósár í burtu (1/1000 af breidd vetrarbrautarinnar) myndi taka 1.8 milljónir ára að komast þangað á hraða Voyager 1, 17km/s. Jafnvel þótt heppileg orkulind fyrir verpidrif (warp drive) fyndist þyrfti líklega fyrst að leggja orkuna meðfram brautinni á “eðlilegum” hraða og því lítill hagnaður af því. Þrátt fyrir að strengjakenningin gefi vonir um að okkar heimur sé lagður í heim ofurvídda sem við gætum ferðast um til fjarlægra staða í okkar veröld höfum við enn ekki komist (svo við vitum til) úr þeim 3 rúmvíddum sem okkur eru tamar.

Þótt við vissum hvernig við gætum komist langar leiðir á skömmum tíma þurfum við fyrst að þekkja til áfangastaðarins, sem geimverurnar myndu vera á. En eru þær til?

Genghis Khan (5 álit)

Genghis Khan Hinn mikli og eini sanni Genghis Khan.

Einn góður (4 álit)

Einn góður Bara ef börn hugsuðu svona. ^^

Coincidence? I think not! (22 álit)

Coincidence? I think not! Þegar litið er yfir alla leiðtoga Rússlands síðan á síðari hluta 19.aldar má sjá það skemmtilega munstur að þeir skiptast alltaf á að vera með hár og skalla. Það er einnig eftirtektarvert hvernig þeir virðast skiptast alveg á, mann við mann, hvort valdaskeið þeirra hafi verið tími stöðnunar eða framfara. Vissulega er þetta ekki algilt, tildæmis var valdaskeið Leníns ekki stöðugar framfarir, allavega ekki ókeypis framfarir og þrátt fyrir að Stalínstíminn hafi verið eitt mesta og grófasta skeið pólitískrar stöðnunar í sögu Sovétríkjanna þá var þar mikið um tækniframfarir og annað í þeim dúr. En þetta gefur grófa mynd af þessu munstri framfara og staðnana sem skemmtilegt er að velta fyrir sér.

Í stuttu máli má sjá þetta fyrir sér svona:
Vart þarf að minnast á hina gríðarlegu stöðnun rússnesks þjóðlífs á tímum Nikulásar II, og hinna miklu pólitísku og þjóðfélagslegu breytinga og framfara sem áttu sér stað á valdatíð Leníns, sem svo var skrúfað fyrir á tímum Stalíns og tekið skref afturbak í gamla farveginn. Krútsjov reyndi að leiða Sovétríkin af braut Stalíns með pólitískum endurbótum sínum en eftir að hafa verið bægt frá völdum tók við tuttugu ára skeið pólitískrar- og efnahagslegrar stöðnunar Brézhnevs. Andropov reyndi að koma af stað endurbótum í samvinnu við Gorbatsjov en dó fljótlega og við tók Brézhnevistinn Tjernenkó. Vart þarf svo að taka fram endurbótagleði Gorbatsjovs, en hliðstæðu við breytingar hans verður varla fundin nema farið sé aftur til byltingarinnar.

Eftir fall Sovétríkjanna tók við stöðnunarskeið Jeltsíns þar sem rússneskt þjóðlíf og efnahagslíf var að niðurlotum komið, svo ekki sé minnst á stjórnarhætti hans. Í stjórnartíð Pútíns varð Rússland aftur heimsveldi, ekki aðeins hernaðarlegt heimsveldi heldur einnig efnahagslegt stórveldi (þó hins vegar megi maður vera var við pólitíska stöðnun í stjórnarháttum Pútíns). Forsetatíð Medvedevs hefur ekki verið svo löng að á hana megi varpa sögulegu ljósi, en víst er að alheimskreppan ber að dyrum í Rússlandi og ekki alls kostar óvíst að valdatíð Medvedevs verði minnst sem efnahagslegrar stöðnunar.

Nú er ég reyndar hef ég ekki kynnt mér Alexander II keisara mikið og ætla ekki að fullyrða að í hans stuttu valdatíð hafi verið mikið um dýrðir en hann var allavegana með skalla.

The plot to save Socrates (2 álit)

The plot to save Socrates Mjög athyglisverð bók um hvernig hópur af mönnum reyndu að bjarga Socrates frá dauðadómi hans.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok