Sæl öll sömul

Vildi reyna að taka saman allt það helsta sem Hugi hefur nú uppá að bjóða til að þjóna jafnt nýjum Hugurum sem og gömlum. Ég mun taka fyrir alla helstu fítusa Huga eina tilkynningu í einu og á endanum taka þetta svo allt saman í eina góða og almennilega grein! Of mikið að gera allt í einu og vil láta ykkur vita af flestu á meðan þið eruð enn að læra á nýja vefinn!

Korkar

Glænýr textasniðir sem hefur upp á þægindi og fjölda möguleika fram að færa!
  • Bold, underline og italics á sama hátt og þú ert vön/vanur annars staðar (ekki í boði á FB :)
  • Þæginlegt og ofureinfalt viðmót til að setja inn YouTube myndbönd! Spilaðu Youtube myndböndin í vafranum á sama tíma og þú lest, eða smelltu á myndbandið og farðu beint inn á YouTube!
  • Þæginlegt og ofureinfalt viðmót til að setja inn myndir! Vistaðu mynd sem þig langar að setja inn á netinu (t.d. Facebook) og afritaðu svo linkinn að henni og þú ert búin! Eða að sjálfsögðu getur þú vísað beint í tengil að mynd sem er að finna á netinu. Hægt að breyta ýmsum möguleikum við myndina þér til þægindarauka!
  • Settu í tilvitnanir! Bæði með því að smella á tilvitnanir valmöguleikann, eða einfaldlega með því að draga músina yfir það sem þú vilt vitna í og ýta svo á "setja í tilvitnun" sprettigluggann sem birtist!
  • Settu inn forritunarkóða! Smelltu á "kóði" takkann og veldu úr fjöldan allan af forritunarmálum til að notast við!
  • LaTeX stuðningur! "» LaTeX project site LaTeX is a high-quality typesetting system; it includes features designed for the production of technical and scientific documentation. LaTeX is the de facto standard for the communication and publication of scientific documents." - latex-project.org
  • Forskoða! Langar þig að vita hvernig þráðurinn mun koma til með að líta út þegar þú hefur birt hann? Smelltu á forskoða og sjáðu hann í endanlegri mynd!
  • Gefðu greinum, þráðum og svörum einkunn! Viltu láta einhvern vita að hann hafi skrifað flotta grein? Eða viltu láta einhvern vita að þú kannt ekki að meta svar hans eða þráð? Kjóstu greinina og/eða þráðinn upp eða niður eftir hentugheitum!

Hér eru helstu fítusar korkanna til taldir. Endilega, ef ég gleymdi einhverju takið það fram - og ef dugnaður er í ykkur, lýsið því nákvæmlega þannig að aðrir notendur geta einfaldlega nýtt sér það! :)

Meira síðar. "Stay tuned!"
Bætt við fyrir 12 árum, 8 mánuðum:
Vil bæta við smá upplýsingum um tenglana sem birtast með "svara" möguleikanum hjá hverju áliti eða grein:

Fyrra álit. Þessi möguleiki gefur þér þann kost að finna það svar sem álitið þitt er tileinkað. Sem sagt, smelltu á þennan tengil og þú munt sjá það svar sem það álit á við.

Tilkynna. LOKSINS Á HUGA - ÞÚ GETUR TILKYNNT ÓVIÐEIGANDI ÁLIT NOTENDA! Þegar að notandi fer yfir strikið að þínu mati, hvort sem er með ærumeiðingu/leiðindum í garð annarra notenda, óviðeigandi eða ólögulegu, innsendu efni o.s.frv., þá getur þú núna látið stjórnendur Huga vita um leið! Ef stjórnendur áhugamálsins bregðast ekki við einhverra hluta vegna, fer tilkynningin sjálfkrafa upp á næsta stjórnendastig o.s.frv. þar til að hún endar hjá vefstjórn, s.s. Mér, Vefstjóra og Forritara.
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard