Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Football Manager 2013 kemur 2 nóv! (0 álit)

Football Manager 2013 kemur 2 nóv!
Þá er útgáfudagurinn loksins kominn!

2. nóvember er dagurinn sem við bíðum eftir!

http://www.sigames.com/news/14162/FM13+Release+Date++Pre-Order+Incentive

Kenwood ka-6004 vanntar Viðgerð?? (4 álit)

Kenwood ka-6004 vanntar Viðgerð??
Ég er með einn svona Kenwood ka-6004 magnara frá 1970 og einhvað held ég. Honum vanntar smá ást og umhyggju og ég var að velta fyrir mér hvort menn vita um einhvern snilling sem tekur að sér að yfirfara svona dót.

það sem er að honum er að þegar hann spilar kemur einstakasinnum inn á milli hávært kurr hljóð, stillitakkarnir gefa frá sér svipuð leiðindarhljóð þegar maður snýr þeim og svo er hann tveggja rása en A rásinn virkar ekki.(er ekki með það á hreinu hvernig þetta á að vera).

þannig ég spyr hvort einhver kunni að yfirfara svona og hvort það kosti einhvað voða mikið. voða leiðinlegt að hafa þessa bjútí í þessu ástandi.

Hvað myndi jakkinn kallast á bæði Ísl og Ens? (3 álit)

Hvað myndi jakkinn kallast á bæði Ísl og Ens?
Ég er að leita að svipuðum jakka, en er ekki viss hvað þetta myndi kallast, sérstaklega á ensku, þá er hægt að leita á Amazon/eBay.

Selma - If I Had Your Love (0 álit)

Selma - If I Had Your Love
.

Það nýjasta! (2 álit)

Það nýjasta!
Ákvað að gera sjálf svona undir tunguna.  Það sést ekkert sérstaklega vel, og ekkert vont eða neitt þannig.  Grær líka mjög vel hef ég heyrt.
Allavega þá er ég ánægð með það! :)
Kannski ekkert sérstaklega góð mynd, sorry með það, bara eina sem ég átti haha.

2006 var gott ár hjá Reading (0 álit)

2006 var gott ár hjá Reading
Nokkuð gott að vinna championship deildina 2 sinnum sama árið!

Íslandsmeistaramótið í BJJ verður 3. nóvember (1 álit)

Íslandsmeistaramótið í BJJ verður 3. nóvember

Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ 2012 verður haldið laugardaginn 3. nóvember næstkomandi í sal Ármenninga í Laugardalnum þar sem það hefur verið undanfarin ár. Það er salurinn Skellur sem er á neðstu hæð Laugarbóls við hliðina á gervigrasvellinum. Húsið opnar kl. 12:00 og fyrstu glímur hefjast uppúr kl. 12:30.

Þyngdarflokkar eru eftirfarandi: 

Karlar
-64 kg
-70 kg
-76 kg
-82,3 kg
-88,3 kg
-94,3 kg
-100,5 kg
+100,5 kg 

Konur
-64 kg
+64 kg

Jafnframt verður keppt í opnum flokki karla og kvenna. 

Vigtað er í Gi (galla) á mótsdag.

Lágmarksaldur fyrir þátttöku í Íslandsmeistaramóti fullorðna er 18 ára aldur.

Keppnisreglur.

Eftirfarandi félög eru með aðild að BJÍ sambandi Íslands og eru því með rétt til þess að senda félagsmenn til þess að keppa á mótum á vegum BJÍ.

  • Fenrir, Akureyri
  • Ármann, Reykjavík
  • Combat Gym, Reykjavík
  • Mjölnir, Reykjavík
  • Pedro Sauer, Hafnarfjörður
  • Sleipnir, Keflavík

Þátttökugjald er kr. 1.500 á keppanda. Keppendur skrái sig hjá sínu félagi. Félögin skulu skila lista með nöfnum þátttakanda og þyngdarflokkum sinna félaga til BJÍ fyrir kl. 13 fimmtudaginn 1. nóvember. Eftir það er ekki hægt að skrá sig til þátttöku í mótinu.
Nánari fyrirspurnir er hægt að senda á: bji@bji.is

Lightning Returns: Final Fantasy XIII (5 álit)

Lightning Returns: Final Fantasy XIII
http://www.youtube.com/watch?v=LaJ5QjbBjfI

Final Fantasy XIII fær annað framhald. En í staðin fyrir að skýra það Final Fantasy XIII-3 fékk það titilinn Lightning Return: Final Fantasy XIII (Smá slap in the face fyrir þá sem raða leikjunum sínum eftir stafrófsröð, eins og ég)

Leikurinn á semsagt að hafa Lightning sem einu spilanlegu persónuna þar sem hún reynir að bjarga heiminum á 13 dögum og mun gerast á eyjunni "Novus Partus" nokkur hundruð árum eftir endirinn á XIII-2. Einnig á spilunin að vera gjörbreytt og mun leikurinn vera hálfgerður "sandbox action rpg"

Það sem ég hef skirfað er allt tekið af FFWiki, er ekki alveg viss um að þetta sé legit en þetta hljómar alveg nokkuð vel, sjálfur er ég spenntur fyrir þessu. Hvað finnst ykkur um þetta?

Insane Memory (0 álit)

Insane Memory
Gamalt og fyndið :)

geisha! (0 álit)

geisha!
fyrstu tvö session af full sleevi :) sáttur!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok