Sæl

Það hefur verið í umræðunni að gæði nýlegra greina á Huga sé oft ekki upp á marga fiska. Til stendur að sporna gegn þessari þróun og liður í því verður að greiða fyrir góðar greinar.

Öllum greinum sem notendur senda inn hér eftir verður gefin einkunn á bilinu 1-10. Verður meðal annars horft til efni greinar, málfars og frumleika svo eitthvað sé nefnt. Sérstök nefnd mun fara yfir nýjar greinar og gefa þeim einkunn. Í nefndinni sitja tveir rithöfundar, einn íslenskufræðingur og vefstjóri.

Höfundar greina fá eftirfarandi miðað við einkunn:
Undir 5 fá ekkert.
5-7 fá 1.000 kr.
7 fá 2.500 kr.
8 fá 5.000 kr.
9 fá 7.000 kr.
10 fá 10.000 kr.

Í tilefni þess að í dag sé fyrsti dagurinn þar sem þetta kerfið er reynt fá allir sem senda inn grein í dag hækkun upp á einn heilan.

Kveðja,
Vefstjóri