Kæru notendur Huga.

Ég er að leita eftir öflugum pennum á öllum áhugamálum.

Það sem ég tel öfluga penna vera eru:

- Hafa talsverða vitneskju um áhugamálið og frjóan huga til skrifta
- Mikla löngun til skrifta og til að “deila visku sinni með öðrum”
- Eftirfylgni á þær spurningar sem fylgja skriftunum frá notendum
- Talsverða virkni á tilteknu áhugamáli og reyna að koma með allavega 1 nýja grein í mánuði
- Gott tak á máli og stafsetningu, eða aðgang að einhverjum sem getur lesið yfir og lagað áður en greinin er birt

—————————-

“Hvað græði ég á þessu?”


- Þinn eigin “dálk” á umræddu áhugamáli (sjá t.d. “Greinar eftir Fróðleiksmola” inn á /romantik)
- Ánægjuna af því að hjálpa og deila upplýsingum með öðrum
- Oft virðingu frá fjölmörgum notendum Huga þar sem góðir pennar eru oft mikils metnir af öðrum
- “Örlitla frægð” :)
- Virðingu stjórnar & yfirstjórnar Huga, sem skilar sér, sem dæmi, í umsóknum til stjórnarstöðu (öflugir pennar eru oft verðmætasta eign áhugamála og því mjög oft fljótir til að taka við stjórnarstöðu á því áhugamáli)

—————————

Ef þið hafið áhuga, sendið mér eina vandaða grein í einkaskilaboðum fyrir áhugamálið. Ég mun fara yfir hana og hafa samband við viðkomandi notanda. Ef mér líst vel á hann og hans framlag til Huga mun ég veita honum dálk á viðkomandi /ahugamali.

Þetta er mjög gaman og gefandi gott fólk. Ég tala af reynslu.


—-***—- Þetta boð stendur í einn mánuð frá deginum í dag —-***—–


Kær kveðja,
Ritstjóri
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard