Kæru notendur Huga,

Þá er ég mættur á ný – nú undir nýju nafni og stöðu. Sum þekktuð þið mig undir nafninu Fróðleiksmoli. Fróðleiksmola nafnið mun lifa áfram en vera að mestu óvirkt. Ég mun þá aðallega nota það í /romantisk-um hugleiðingum sem ég býst ekki við að verði miklar héðan í frá þar sem Ritstjóra starfið mun taka mestan minn tíma.

En best að útskýra fyrir ykkur aðeins þær breytingar sem nú munu taka gildi. Starf Ritstjóra mun að mestu taka yfir störf Vefstjóra er kemur að daglegri starfsemi Vefstjóra – og er því með sömu réttindi til ákvarðantöku líkt og Vefstjóri sjálfur. Vefstjóri er þó sá sem situr hæðst, nema að hann mun hægt og rólega fara að mestu bak við tjöldin. Hann hefur þó ávallt „neitunarvald“ er kemur að öllu í starfsemi Huga og mun beita því ef og þegar honum finnst tilefni til. Hann getur líka rekið Ritstjóra og skipt um o.s.frv. Að öllu öðru leyti er starfsemi Ritstjóra jafnvíg starfsemi Vefstjóra. Allar fyrirspurnir skulu þá helst berast á ritstjori@hugi.is og/eða til Ritstjóra í einkaskilaboð. Ef fyrirspurnir eru sendar á vefstjori@hugi.is fyrir misskilning er það þó í lagi þar sem ég hef aðgang að því og mun fylgjast með því netfangi á meðan fólk er að venjast breytingunum.

Til að byrja með fylgir þessu lítil „út á við“ breyting nema það að ég mun fara nokkuð stíft í að taka á vissum þáttum í núverandi starfsemi Huga. Hversu mikið þið notendur takið eftir vinnu minni á þessum þáttum er og verður óvíst. Með mér fylgir einnig nýr Yfirstjórnandi, hún „Stjarna4“ sem ég vona að fólk bjóði velkomið inn á /hugi. Nákvæman lista yfir Yfirstjórnendur getið þið séð á áhugamálinu /hugi.
——————————————————
En ég vil taka þetta saman fyrir ykkur til að gefa smá skýrari mynd á þennan nýja valdatitil á hugi.is, sem og skilmerkilegri útlistun á öðrum stjórnarstigum:

1. ALMENNAR SKYLDUR, RÉTTINDI OG STÖRF STJÓRNENDA
1.1. Almennar skyldur allra stjórnunarstiga
1.1.1. Ef Stjórnandi skilur ekki eitthvað í reglum eða stigakerfi Huga ber honum að leita sér frekari útskýringa hjá efri stjórnendastigum
1.2. Skyldur, réttindi og störf Vefstjóra (1)
1.2.1. Vefstjóri er æðsti stjórnandi Huga. Hans helstu verk felast í; (1) neitunar- og ákvörðunarvaldi sem hann getur beitt að öllum þáttum í starfsemi Huga; (2) tæknilegri stjórnun Huga; (3) stefnumótun Huga í samráði við Ritstjóra ef við á; (4) loka ákvörðunartöku er varðar lægri stjórnendastig þegar við á; og (5) allri daglegri umsjón yfir Huga þegar við á
1.2.2. Vefstjóri situr einn yfir Ritstjóra og mun einn geta veitt honum eða tekið af honum völd
1.3. Skyldur, réttindi og störf Ritstjóra (1)
1.3.1. Ritstjóri er næst æðsti stjórnandi Huga. Hans helstu verk felast í: (1) Stefnumótun Huga í samráði við Vefstjóra ef við á; (2) loka ákvörðunartöku er varðar lægri stjórnendastig þegar við á; og (3) allri daglegri umsjón yfir Huga þegar við á og staða gefur réttindi til
1.3.2. Ritstjóri sinnir þeirri daglegu ákvarðanatöku Huga sem fellur utan við verksvið Yfirstjórnenda og hefur lokavald þar á.
1.3.3. Ritstjóri hefur lokavald er varðar veitt eða afnumin réttindi lægri stjórnarstiga.
1.3.4. Einungis ef Ritstjóri sér ástæðu til þess, Vefstjóri sér ástæðu til þess – eða ef um kæru í garð Ritstjóra er að ræða, berast mál til Vefstjóra til loka ákvörðunartöku
1.4. Skyldur, réttindi og störf Yfirstjórnenda (2-5)
1.4.1. Yfirstjórnendur eru yfirstjórnendastig daglegra ákvarðana á Huga. Þeirra helstu verk felast í: (1) Loka ákvörðunartöku er varðar lægri stjórnendastig þegar við á; og (2) allri daglegri umsjón yfir Huga þegar við á og staða gefur réttindi til
1.4.2. Yfirstjórnendur sinna þeirri daglegu ákvarðanatöku Huga sem falla utan við verksvið Stjórnenda og hafa lokavald þar á
1.4.3. Einungis ef Yfirstjórnandi sér ástæðu til þess, Ritstjóri sér ástæðu til þess, Vefstjóri sér ástæðu til þess – eða ef um kæru í garð Yfirstjórnanda að ræða, berast mál til Ritstjóra til loka ákvörðunartöku
1.5. Skyldur, réttindi og störf Stjórnenda (X)
1.5.1. Stjórnendur eru helstu stjórnendur daglegra ákvarðana á Huga. Þeirra helstu verk felast í allri daglegri umsjón yfir þeirra áhugamáli/áhugamálum á Huga þegar við á og staða gefur réttindi til
1.5.2. Stjórnendur hafa skilgreint vald til stjórnunar áhugamála, sem og rétt til ávítunar sbr. brotastigakerfi Huga
——————————————————

Lengra ætla ég ekki að hafa þetta í bili. Sem Ritstjóri mun ég verða mjög upptekinn og mun því eflaust ekki svara öllu sem til mín berst (engu verður svarað sem ekki fylgir regluskipulaginu listað hér fyrir ofan). Því bið ég ykkur um að ef þið hafið kvörtun varðandi yfirstjórnendur, hafið hana þá á sterkum rökum byggða! Ef mér finnst lítið til raka að baki kvörtunum koma mun ég láta því ósvarað.

Breytingar listaðar á stjórnarskipulaginu hér fyrir ofan verða héðan í frá aðgengilegar á /hugi áhugamálinu. Lista yfir Yfirstjórnendur er einnig þar að finna.

Kveðja,
Ritstjóri
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard