:O afhverju er þá fótbolti 100000 sinnum vinsælli en handbolti?
Það er nú ekki hægt að mæla skemmtanagildið svona. Fótbolti er hefð í svo mörgum löndum, fótbolti er ekkert á leiðinni að taka við ruðningi eða hafnarbolta í bandaríkjunum frekar en að ishokkí taki við fótbolta eða handbolta hér.
Allar íþróttir eiga það samt sameiginlegt að ef manni er sama um hver vinnur þá er íþróttin leiðinleg en ef maður heldur með öðru liðinu þá er hún spennandi.
Ekki nenni ég að horfa á handboltaleiki venjulega og mér finnst handbolti þreitandi í stórum skömmtum en það getur verið ótrúlega spennandi að horfa þegar landsliðið er að keppa, kæfandi spenna sem slær fótboltan gjörsamleg út.
Jafnvel í mest spennandi fótboltaleikjum þá koma alltaf 15-20 mínutna kaflar þar sem nánast ekkert er að gerast, enginn ógn, engir taktar, brot eða nokkuð. Ef ekkert gerist í hálfa mínútu i handbolta er einfaldlega dæmt leiktöf.
Fótbolti er svona “þynnku íþrótt” í mínum huga, þægileg og að mestum hluta stress-laus. Hægt að horfa á hana með öðru auganu án þess að missa af svo miklu. Ef leikurinn er jafn eða eins marka munur þá er spenna i loftinu en ef annað liðið er tveimur mörkum yfir þá þarf að minnka muninn aftur í eitt mark til að skapa spennu og opna leikinn.
Svo verðum við að taka það sem byðst, íslenska fótbolta landsliðið er svo grútlélegt að ef íþróttir fengu umfjöllun í samræmi við getu/árangur þá ætti íslensk knattspyrna bara að fá littla klausu út í horni :(
Stelpurnar eru þó þrælgóðar og gaman að fylgjast með þeim.