Bendi þeim notendum og öðrum á að það er bannað að pósta minicity vefsíðunni sinni á öll áhugamál huga.

Margar kvartanir hafa borist þar sem notendur gera þræði á mörgum áhugamálum með aðeins minicity síðunni sinni sem innihald.

Þið verðið að passa upp á að halda umræðunni á hverju áhugamáli innann umræðusviðs hvers áhugamáls og því eru svona utanaðkomandi umræður bannaðar.

Þeir sem hafa verið að pósta þessu hafa fengið viðvaranir, en ef þessu fer ekki að ljúka getur þetta umsvifalaust leitt til banns.


Athugið að ekki er bannað að hafa minicity síðurnar í undirskriftinni.


-Stjórnendur.