Það hefur verið mikið rætt á Huga um að fá svokallaðan edit takka til að breyta álitum.
Sterkustu rökin fyrir honum er að það er hægt að setja athugasemd ef maður grípur í villur, stafsetningar, rit og staðreyndavillur.
Að hafa svona virkni er vand-meðfarið því að enginn vill að álit sem hann svarar breytist síðar. Hægt væri að vera með virkni eins og að skoða eldri útgáfur álits eða sýna hvað hefur breyst, en ég held að það sé flóknara en það þurfi að vera.
Rökin með eru þó meiri en á móti og höfum við ákveðið að framkvæma þetta á eftirfarandi hátt:
Þegar þú gefur álit á einhverju, þá gefst þér vika til að bæta við álitið.
Þegar þú bætir við álitið þá kemur tímasetning eftir álitið og svo viðbótin.
Ath. aðeins er hægt að bæta einu sinni við álit.
Þetta gefur notanda ekki færi á að breyta upphaflegu áliti en hann fær þó að bæta við athugasemdum ef þess þarf. Vonandi mun þetta nýtast vel.
Í augnablikinu er ekki hægt að bæta við öll álit, t.d. ekki á bloggum, en við erum að vinna í því.