Nei, varla efni í grein, enda var þessu hent á korkinn. :)
Í þessu dæmi sem ég tók í skoðanakönnuninni er i nafn breytu. Ég ætla að útskýra þetta í C++ þar sem ég þarf víst að fara að rifja það enn meira upp á næstu dögum, en að mestu leiti er þetta eins í mörgum forritunarmálum, t.d. Java. Perl og PHP nota þó dollaramerki fyrir framan breytunöfn, og ekki eru öll forritunarmál sem styðja ++ virkjann.
En jæja, áfram með smjerið.
<i>i</i> er semsagt breyta af taginu int (heiltala). Þegar skipunin <i>i++</i> er gildinu sem i inniheldur skilað, og síðan er innihaldi breytunnar breytt í töluna <i>i+1</i>. <i>i++</i> þýðir þannig í raun <i>i = i+i</i>, en kosturinn er sá að þú getur í raun sameinað þá skipun og notkun <i>i</i> í einni skipun.
Þegar skipunin <i>++i</i> er hinsvegar gefin, þá er byrjað á því að breyta innihaldi i þannig að það sé <i>i+1</i>, og síðan er nýja gildinu skilað. Skrifum hérna eitt lítið fall sem dæmi. Athugið að texti frá og með // eru \“comment\”, þ.e. ekki eiginlegur kóði, heldur útskýringar.
void gomul_feit_kona ()
{
int i = 0;
cout << \“Breytan i inniheldur \” << i << endl; // Skrifar út innihald i
i = 2; // i er núna 2
cout << \“Núna er i << i++ << \”, síðan \“ << i << \” og loks \" ++i << endl;
// Kemur: Núna er i 2, síðan 3, og loks 4
// i inniheldur semsagt núna 4
}
Athugið að þar sem skástrik er á undan gæsalöpp… á það ekki að vera.
Tolli