999999999999999999999999999999999 segirðu?
Ef þú vilt endilega fá svo stóra tölu verðurðu að fá þér sérstakan klasa til þess að geta möndlað með mjög stórar tölur - sem getur verið vesen. Svo geturðu líka auðvitað útfært þetta í Scheme, en þar er hægt að vinna með risatölur.
En að öllu gamni slepptu, þá geturðu ekki unnið með stærri tölu en 2147483647 með standard int-breytu í Java. Ef við gerum ráð fyrir að þetta sé nógu gott hámark fyrir þig, þá ætti þessi skipanabútur að virka:
(int)(Math.random() * Integer.MAX_VALUE)