Nokkrar spurningar sem tengjast Java, javascript, java applets og allt client side processing í browser.
Getur einhver hérna bent mér á það hvernig í fjandanum ég get
fengið að gera eftirfarandi hluti í gegnum einhver script sem client browser s.b. IE les í gegnum vefsíðu.
Dæmi:
1. Búa til skrá á client vél.
2. Skrifa í skrá á client vél.
3. Framkvæma skipanir á client vél.
4. Uploada forriti og installa/og keyra í gegnum scriptu með sem minnstum afskiptum notanda. <- skiptir mestu máli að geta þetta atriði
Það eru nokkrir hlutir sem ég hef tekið til greina og skoðað. Þetta er hugsað s.s. fyrir opið umhverfi þar sem þessi scripta er hýst á einhverjum vefserver og síðan tengist ég henni í gengum Internet Explorer og ég skrifa inn í eitthvað form, eins og nafnið mitt og símanúmer, og svo skrifast þessi skrá á c:\\temp\\nafn.txt á vélinni á notandanum sem fór inn á vefsíðuna.
Ég veit að default að þá er þetta bannað en það hlýtur að vera einhver leið.
Síðan er spurningin hvernig ég get látið lið fara inn á mína síðu og uploada og executa mínu forriti( eins og öll þessi spyware forrit) með sem minnstum notenda samskiptum. Það er held ég hægt að nota <OBJECT… en ég hef ekki hugmynd um hvernig og svo eitt lykilatriði að þá þarf maður að geta signað skránna samkv. einhverju certificate frá versign eða eitthvað álíka stupid og það kostar peninga en mér er sama.
Ef einhver getur sýnt mér dæmi amk um hvernig ég get komið forritinu mínu inn á vélar hjá fólki með sem minnstum afskiptum þeirra af því og þá væntanlega með því að signa dótið einhvern veginn og þá útskýra hvernig það er gert os.frv.
Ég er soldið langt útfrá mínu sviði og ég hef gjörsamlega ekki hugmynd um hvernig ég get gert þetta en ég veit að þetta er hægt því þetta djöfulsins spyware crap er alltaf að komast inn á tölvurnar hjá mannig þegar maður smellir bara á okay þegar ie spyr hvort við viljum leyfa bla bla frá signed authenticated mofo.
Allavega ég væri mjög þakklátur því að fá einhverja hjálp við þetta.