HTML er langt frá því að vera forritunarmál.
það mætti þó færa rök fyrir því að javascript + DHTML sé forritunarmál, eða jafnvel einhverjar útfærslur af css og xml etc, og svo auðvitað hlutir eins og php / asp / jsp og fl. í þeim dúr.
HTML stendur fyrir Hyper Text Markup Language.
Hyper text er í raun bara skilgreining á texta sem ferðast eftir http burðarlaginu. Markup Language þíðir í raun merkinga-mál, þú merkir svæðin sem eiga að vera breiðletruð með því að setja merki í textan.
Skilgreinir í raun útlit textans með “markup” tögum.
HTML er nánast ekkert skilt við forritunarmál. HTML er aftur á móti mjög skilt við rich-text format á skjölum (.rtf) og þar með jafnvel venjuleg textaskjöl án markups.
Ef við tökum öll forritunarmál og skoðum hvað þau eiga sameiginlegt þá eru það t.d. Controll flow statements, eða flæði-stýrandi-setningar eins og if, goto og switch, og svo aftur lykkjur skipanir, eins og for og while. Eins eru breytur og fastar alveg nauðsynlegar svo hægt sé að tala um forritunarmál.
HTML hefur ekkert af þessu.
kv
<br><br>[reynir]::[<a href=mailto:reynir@reynir.net>reynir@reynir.net</a>]