Í stærðfræði (og flestum forritunarmálum) eru skilgreind föllin arcuscosinus (eða cos^-1), arcussinus og arcustangens. Þau eru andhverfur fallana cos, sin og tan. Til dæmis ef þú veist að cos af einhverju horni er x þá er hornið gefið með
v = acos(x);
acos (asin og atan) er til í t.d. C++ í math.h libinu. Í Java er hins vegar notað Math.acos(x);
acos skilar tölu á bilinu 0 til pi, asin og atan skila tölu á bilinu -pi/2 til pi/2, þessar tölur eru auðvitað í radíönum (fyrir þá sem ekki vita þá er einn radíani 180/pi gráður og ein gráða er pi/180 radíanar).
Í textanum virtistu gera ráð fyrir að a og b væru skammhliðar þríhyrnings með ** RÉTT ** horn, þar sem að þú notaðir reglu Pýþagorasar til að finna langhliðina. Almennt geturðu fundið hornið í þríhyrningi með hliðarlengdir a, b og c á eftirfarandi hátt.
Til að finna hornið milli hliðar a og b (köllum það x) notarðu eftirfarandi reglu til að finna cos:
cos(x) = (c^2 - a^2 - b^2)/(2*a*b)
og beitir svo acos á þetta og þá hefurðu að
x = acos((c^2 - a^2 - b^2)/(2*a*b));
Fyrst við erum að tala um þríhyrninga á annað borð þá getum við einnig fundið flatarmálið á þríhyrningnum með reglu Herons.
Þá setjum við s = (a+b+c)/2 (hálf ummál þríhyrningsins) og flatarmálið F, er þá
F = sqrt(s*(s-a)*(s-b)*(s-c));
Ég læt þetta nægja í bili og vona að þetta skiljist.