Já, þegar ég segi að .NET sé eitthvað nýtt í þróunarumhverfi microsoft, þá meina ég ekki að þetta sé addon á einhvern wysiwyg editor hjá þeim, heldur meina ég að þarna sé komin ný tækni sem að nýtist m.a. innan visual studio (sem að margir vilja kalla þróunarumhverfi microsoft).
Einnig, vil ég taka smá stund, og útskýra að ég nota alls ekki Java, og mér finnst það vera óþægilegt mál. Dæmi um þau óþægindi eru t.d. þegar maður þarf að taka value úr textfield, og til að fá double tölu, þarf maður að byrja að gera “Double” hlut, og setja gildið þar inn, og svo þarf maður að gera “venjulega” double, og kalla á method á “Double” hlutnum, til að fá hann til að skila alvöru double gildi. Það kalla ég óþarfa handavinnu, frekar tek ég atoi() eða strtod(), any day of the week.
Einnig þá segi ég að C# sé móðgun við K&R, og Sun, vegna þess að þetta er mál sem að A) stelur C nafninu frá K&R, og B) er í raun Java ripoff (ég viðurkenni að ég hef aðeins gert hello world forrit í C#, en þetta er óttalega svipað og Java, og að mínu mati (og líklegast líka Sun) þá þarf heimurinn varla annað Java..).
Og ekki misskilja mig, .NET hefur án efa eitthvað nýtt og sniðugt, og þetta Property og Attribute dót hljómar alveg eins og sniðugir kostir við klasagerð, þó svo að mér sýnist maður alveg eins geta gert superklassa fyrir hvað sem er sem að hefur Set og Get method fyrir breytur sem að undir klasinn notar.. en það skiptir ekki máli, ekkert _athugavert_ við að gera það á sérstakan máta, sparar kannski tíma, hver veit?
En ég ítreka það sem ég sagði áðan, ég er ekki að segja að .NET sé eitthvað slæmt, en eins og málið lítur að mér, og fleirum, þá er þetta bara marketing hype hjá microsoft til að vekja óverðskuldaðan áhuga á næstu kynslóð microsoft hugbúnaðarvara.
Það eru til milljón cool og sniðugir hlutir á ýmsum sviðum þarna úti, og ég þekki innan við einn miljónasta af þeim, .NET gæti verið einn af þessum hlutum, en frá mínu sjónarhorni er þarna lítið sem ekkert nýtt, og ég sé enga ástæðu til að gefa þessu meiri athygli en öllum hinum 999.999 hlutunum sem ég veit ekkert um.
Ég er hræddur um að ég hafi gefið þessu of mikla athygli nú þegar, svo ég efast um að ég segji meir á þessum þræði, en takk fyrir spjallið, og ég hvet þig og aðra til að kynna sér open source alternatives við .NET or whatever that has the mark of the beast ;-)