Blackberry® 10 Jam ráðstefna á Hótel Plaza 19. október 2012.
Kanadíska fyrirtækið Research in Motion (RIM) býður öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á Blackberry® að koma á viðburðinn “Blackberry 10 Jam World Tour” og hlýða á fyrirlestra um nýja Blackberry 10 stýrikerfið sem haldið verður þann 19. október á Hótel Plaza.
Viðburðurinn er sérstaklega ætlaður þeim sem vinna að forritun “Öppum” fyrir fartæki (mobile Devices) og öðrum þeim sem vilja fá innsýn og skilning á Blackberry® 10 stýrikerfinu, styrk þess, framtíðarsýn. Farið er yfir hvernig forrit eru flutt frá öðrum stýrikerfum yfir á þau tæki sem sniðin fyrir Blackberry® notendur.
Notendur Blackberry eru nú um 80 milljónir og mjög öflugt samfélag er í kring um þær lausnir sem þeim bjóðast. Þetta samfélag bindur miklar vonir við hið nýja stýrikerfi. Þetta er því einstakt tækifæri til að nálgast þennan hungraða markað ásamt að forritarar fá “Hands-On” aðgang að nýjustu tækni fyrirtækisins ásamt aðgang að þróunarteymi RIM.
Skráning hér: