Þegar maður er að velja fyrsta forritunarmálið þarf maður að íhuga hvert markmiðið er. Ef maður ætlar sér eitthvað af viti með forritun og þeirri tölvukunnáttu sem henni fylgir, þá verður maður einfaldlega að læra tungumál eins og C eða C++, og það helst snemma. Ef maður er bara að fara að forrita vefsíður getur maður alveg eins byrjað á einhverju "higher level" en C/C++, eins og t.d. Python eða jafnvel bara PHP.
Munurinn á þessum tungumálum er í raun hve "auðveldlega" maður getur þýtt hugmyndir í kóða. Með C og C++ ertu ekki með neinar stórar abstractions frá sjálfri vélinni. Þú ert að skrifa kóða sem er eins mikið skref fyrir skref og hægt er, nema þú skrifir assembly. Þetta gildir að sjálfsögðu ekki alveg jafn mikið fyrir C++ miðað við C, en það fer efir því hvort maður er að nota STL og allt það.
Það getur verið truflandi fyrir byrjendur að þurfa að hugsa þetta út í litlum skrefum, eins og þarf í C/C++, og þurfa að díla við hluti eins og minni og annað. En á sama tíma, ef fólk byrjar á tungumálum eins og t.d. C#, þar sem garbage collection sér um þessa hluti fyrir mann, þá getur viðkomandi auðveldlega rekið sig á þegar það er verið að skrifa flóknari forrit. Þó að garbage collectorinn geti gert hlutina fyrir mann oftast, þarf stundum að segja honum til. Ef maður hefur lítinn skilning á minni og öllu því, þá getur það orðið vesen.
Fólk sem vill bara forrita til þess að kunna það en ætlar sér ekki einhverja svakalega hluti með þessarri kunnáttu getur bara tekið tungumál eins og python eða ruby og leikið sér. En ef maður ætlar eitthvað af viti kemst maður ekki hjá því að henda sér í drulluna og læra á þá hluti sem eru að gerast á bakvið allt, á endanum.
Þetta er að sjálfsögðu bara mín skoðun, en í samantekt er hún einfaldlega sú að það er best að byggja pýramída með því að byrja á grunninum. Það verður frekar erfitt að byrja á toppnum, byggja svo grunninn og lyfta honum svo öllum ofan á grunninn.