Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér vissi hvernig maður gæti lesið klukkuna í tölvunni í C++ og hvernig væri gott að geyma það (í hvernig breytu) með það að leiðarljósi að maður ætli að meðhöndla tímann (td í if setningu osfrv). Ég er búinn að vera að leita að á netinu að einhverjum upplýsingum í sambandi við þetta en hef ekki rekist á neitt. Mér hefur einnig fundist vera tiltölulega lítið um svona alhliða hjálparsíður fyrir C++ eins og td www.asp101.com fyrir ASP. Er þetta kanski rangt hjá mér og veit einhver um svona síður???