Hmm.. til að byrja með mæli ég með að þú lærir .NET sem slíkt. Það er viss grunnur sem þú þarft að kunna sem er sambærilegur öllu .NET dótinu, bæði hvernig CLRið keyrir og svo það mál sem þú velur þér (C#)
Ég myndi mæla með þessum 2 bókum til að byrja með:
Programming C# (eftir Jesse Liberty), komin í 2. edition.
.NET Framework Essentials (eftir Thuan Thai og Hoang Q. Lam), einnig komin í 2. edition.
Svo hef ég blaðað í gegnum “ADO.NET Programming” frá Wrox og er ekki nógu ánægður með hana, hún fer rosalega grunnt í hlutina.
Ef þú vilt svo kynna þér CLRið betur og betur skilja hvað er í gangi bakvið tjöldin, þá er þessi bók algjört gull:
Applied Microsoft .NET Framework Programming (eftir Jeffrey Richter)
.. en því miður veit ég ekki um neina sérstaka ASP.NET bók til að benda þér á.. ég hef lesið hluta af nokkrum og restina lært á netinu, en þær eru víst nokkuð misjafnar.. ég myndi bara skoða reviews inná 4guysfromrolla.com og álíka stöðum. Sumir mæla með Professional ASP.NET frá Wrox..
Svo þegar/ef þú ætlar útí Windows forritun, þá er þessi bók frá meistaranum sjálfum:
Programming Microsoft Windows with C# (Charles Petzold)
<br><br>-
Skarsnik