ok..
þú þarft svosem ekkert að segja mér hvað ég á að halda um hitt eða þetta..
access, er ekki gagnagrunnur frekar en textaskjal. það að það sé svo til ODBC driver fyrir access skrár, það má yfirfæra sem “gagnagrunnsþjónustu”, og þar með er látið líta út fyrir að access sé gagnagrunnur. þetta er líka hægt með textaskjöl og excelskjöl, ofl.
fyrst þú nefnir exchange þarna, þá er grunnurinn bak við exchange reyndar sami grunnur og er bak við ms-SQL eftir því sem mér hefur verið sagt. Notes er líka fullkominn gagnagrunnsþjónn, ekki ólíkur sql server og oracle.
það má í raun færa rök fyrir því að öll skjöl í skráarkerfi séu gögn í gagnagrunni. En í almennu máli þegar talað er um gagnagrunna er átt við þessa sem veita ýmsar þjónstur, mismunandi aðgengi að töflum / grunnum / aðgerðum eftir notendum o.s.frv. eins og t.d. oracle, mysql, postgreSQL, og og þessvegna grunna eins og þá sem þú nefndir. En í raun er access ekkert í líkingu við þessa grunna, og þar með er nú eiginlega hægt að spyrja sig, hvað á access skrá sameiginlegt með gagnagrunnum annað en það að geyma gögn, og gefa mönnum möguleika á að sækja þau í gegnum SQL baserað yfirlag þ.e.a.s. ODBC rekil, og svo á hinn bóginn hvað á access skrá sameiginlegt með Textaskrá (sem virðist við fyrstu sýn hafa nokkurnveginn alla kosti access skráarinnar) hvernig gerir maður raunverulegan greinamun á því sem er gagnagrunnur og því sem er bara skrá í skráarkerfi ?
þetta var s.s. aðeins dýpri spurning en svo að ég vissi ekki hvað access væri..
ég mæli s.s. með því að ef fólk ætlar að byggja umhverfi sem eiga að endast, að þeir noti helst allt annað en access, því það er alveg dæmt til að fara í köku, sérstaklega ef að margir eiga að vera nota sama grunn á sama tíma, þá er hann hægvirkur og ekki með sambærilegt table-locking kerfi og venjulegir gagnagrunnar.
Þar fyrir utan kostar access hellings pening, en mySQL er ókeypis þ.a. ég sé bara enga raunverulega ástæðu fyrir því að fólk eigi að nota access skrár.
kv
carvel
<br><br>[reynir]::[<a href=mailto:reynir@reynir.net>reynir@reynir.net</a>]