Heyrðu, ég er hérna að reyna að gera lítið forrit sem les upplýsingar upp úr XML skrá. Forritið þarf að innihalda leitarvél. Skráin inniheldur 2.3 milljónir lína og er 114 mb saman. Það tekur flash allavega þó nokkurn tíma að loadast. Ég vil geta sett það upp í html skrá og uppfæra á netið. Það eru fjórir dálkar sem þarf að lesa úr það er Nafn, Kennitala, Heimilisfang og Númer. Það þarf að vera möguleiki á að leita að Nafni, kennitölu og heimilisfangi og þegar niðurstöður eru komnar væri mjög fínt að geta ýtt á t.d. heimilisfangið og skoðað alla sem tengdir eru þangað.

Ég væri afskaplega sáttur ef einhver gæti að minnsta kosti sagt mér hvaða forritun er best í þetta. Er búinn að prófa flash AS3.

-Theódó