Að mínu mati er Java besta forritunarmálið til að byrja á. Þú gætir keypt þér Java for dummies eða leitað að tutorials á netinu.
Þú getur downloadað Java RE (runtime environment) hér:
http://www.java.com/en/download/index.jspÞetta runnar bara í bakgrunni og þú þarft ekkert að að spá í því.
Til að geta forritað er svo gott að hafa eitthvað developer forrit. Myndi nota eclipse, er mjög þægilegt. Getur náð í það hér:
http://www.eclipse.org/downloads/Downloadaðu Eclipse IDE for Java Developers. Ef þú ert með 32-bita örgjafa ýttu þá á Windows 32bit takkann, annars 64bit takkann.
Þegar þú ert kominn með þetta allt startaðu eclipse. Það biður þig um að tilgreina eitthvað vinnusvæði, notaðu bara það sem hún stingur upp á. Farðu í workbenchinn og veldu svo File í horninu efst til vinstri.Veldu þar New -> Java Project. Skrifaði í project name: FyrstaForrit og ýttu svo á “ok”. Þá kemur lítil mappa þarna í vinstri glugganum.
Hægrismelltu á möppuna og veldu: New->Class. Skrifaðu í name kassann HalloHeimur og ýttu svo á ok. Skrifaðu svo þetta í gluggann:
public class HalloHeimur
{
public static void main(String[] args)
{
System.out.println("Ég heiti Sjabbinn og þetta er mitt fyrsta forrit");
}
}
Þá ertu búinn að skrifa þitt fyrsta forrit. Ýttu svo á f11 (ef það kemur eitthvað prompt sem spyr þig hvort þú vilt að þetta verði java applet eða java application, veldu application) og í kassann niðri ætti að koma:
Ég heiti Sjabbinn og þetta er mitt fyrsta forrit.
Þá ertu búinn að skrifa þitt fyrsta forrit. Forrit sem skrifar línu á skjáinn.
Persónulega finnst mér best að læra forritnarmál með því að blanda saman bókum og tutorials á netinu… og auðvitað bara fikta bara nógu mikið.
Ef stefnan er að læra svo tölvunarfræði/hugbúnaðarverkfræði í framtíðinni þá verðuru í mjög góðu standi ef þú hefur verið að forrita frá því þú varst í grunnskóla.
Gangi þér vel :)
Bætt við 13. apríl 2011 - 10:45 Já og ekki vera smeikur ef þú skilur ekki setningar eins og
public static void main(String[] args)
Í byrjun er þetta allt mjög skrítið, en eftir því sem þú lærir meira byrjar þetta allt að meika sense.