Jú þeir eru með sínar eigin útfærslur á flestum GUI hlutum.
Ég er að nota þetta með JBuilder og það fer vel saman, importa bara úr libraryinu frá þeim og þá er hægt að nota þetta í design view.
Mest hef ég þó mest nýtt mér prentunarhlutann hjá þeim þar sem Java er ekki mjög sterkt á því sviði, JChart er með mikið af flottum línuritum og gröfum sem er auðvelt að setja upp og JPageLayout er með einfaldar skipanir til að prenta út, ekkert að staðsetja eftir pixlum (sem er ekkert smá fúlt ferli).
Ég get ekki annað en mælt með þessu og þjónustan er virkilega góð hjá þeim, vilja allt fyrir mann gera.
massi.