Það fer eftir hvað þú vilt gera næst. Ef þú vilt fara út í að búa til forrit með viðmóti þá er tilvalið að skoða C# .NET.
Visual Studio bíður upp á Design sjónarhorn þar sem þú getur dregið takka inn á form, keyrt fall ef smellt er á takkann, o.sfv.
En ég mæli sterklega með því að æfa þig eins lengi og þú getur með console forrit til að fá grunninn á hreinu.
Með grunninum þá á ég við að þú getir gert a.m.k.:
Kunna á flest gagnatög, þá aðallega: int, string, double, float, boolean og char.
Kunna á virkja (e. operators), eins og: ||, &&, >, <, >= og <=
Kunna á if setningar, eins og:
if (segð er sönn)
{
keyra kóða innan umfangs
}
Skilja umfang (e. scope)
Kunna á fylki, taka frá margar tölur eða tákn.
Kunna á föll:
Búið til fall.
Búið til fall sem skilar einhverju.
Búið til fall sem tekur á móti einhverju.
Og svo væri ekki verra ef þú myndir kíkja á klasa og æfa þig með hlutbundna forritun.
Ekki hafa miklar áhyggjur að kunna allt strax, þetta kemur með tímanum ef þú æfir þig og hefur áhuga á þessu.