http://en.wikipedia.org/wiki/For_loophttp://en.wikipedia.org/wiki/While_loopFor lykkja er í raun bara while lykkja með smá auka fídusum og for lykkja hentar því betur í þeim tilvikum sem maður vill nota þessa auka fídusa, og while lykkja er betri ef maður þarf þá ekki.
For lykkja er kjörin þegar maður vill keyra lykkju
fyrir ákveðin gildi af einhverri breytu eða breytum. Þess vegna heitir hún
for lykkja.
While lykjan keyrir
á meðan (en. while) ákveðið skilyrði er uppfyllt.
hér er dæmi kóða sem gerir það sama með fyrst for lykkju og síðan með while lykkju. For lykkjan keyrir
fyrir öll gildi af i sem eru minni en 10 (i<10), frá i=0 og eykur gildið á i um 1 (i++) í hvert skipti.
While lykkjan gerir það sama en áður en áður en hún byrjar þurfum við að setja gildið á j sem 0, og inn í lykkjunni þurfum við að auka um einn í hvert skipti.
for (int = 0; i < 10; i++)
cout << i << endl;
int j = 0;
while ( j < 10)
{
cout << j << endl;
j++;
}
(Það er reyndar smá munur því að eftir að báðar lykkjunar hafa keyrt, þá er breytan j ennþá til, en ekki breytan i, því hún er bara til inn í for lykkjunni ef maður gerir svona (gæti þó verið mismunandi eftir standördum, ég nenni ekki að fletta því upp, í C má ekki skilgreina breytu á þennan hátt inn í for lykkju)).
Það er eftir hvaða forritunarmál þú notar (þú tókst það ekki fram) hvernig maður fær random integer.
Googlaðu bara “random integer c++” til að finna hvernig þú færð random integer í c++, og ef þú ert með annað forritunar mál í huga þá skrifarðu það í google í staðin fyrir c++.