Ég skal játa það að mér finnst VS2010 þægilegra og dálítið betra en VS2008.
Þó maður sé búinn að venjast gamla lookinu, þá fannst mér eiginlega kominn tími á að uppfæra það, og þar verð ég líka að vera ósammála þér því mér finnst nýja lookið mjög fínt.
Nýja intellisense-ið er örugglega ein af stærstu breytingunum (burtséð frá lookinu) þar sem það nýja er að mínu mati miklu þægilegra.
Sjáðu muninnSíðan eru nokkrir smáhlutir sem er ágætt að hafa eins og named og optional arguments og fleiri hlutir sem mann vantaði ekki bókstaflega en getur komið sér mjög vel að hafa.
Ég er samt ekki að segja að VS2008 sé outdated, enda er það ennþá eitt af bestu IDE fyrir C# að minnsta kosti.