Ég hef tekið eftir auglýsingum þar sem auglýst er kennslu í Java, ASP.NET o.sfv. Man þó ekki hvað skólinn hét. Ég fór sjálfur í Iðnskólann í Reykjavík (Tækniskólinn í dag) til að læra grunninn, en lærði mestmegnið af honum sjálfur.
Það væri líklega best að byrja í grunninum, læra á ,,basic" tungumál eins og C/C++, Java og eða C#.
Þegar þú ert kominn með grunn skilning, hvernig forritun og forrit virka, þá gætirðu reynt að einblína þér að einhverju sem þú hefur áhuga á. Nokkur dæmi:
Vefforritarar(ASP.NET, PHP, Python, Java, …), Leikjaforritar(C/C++, OpenGL, Flash, Silverlight…),
Hugbúnaðarforritarar (C/C++, Java, C# …)
Mæli einnig með því að prufa sjálfur að fikta, og fikta MIKIÐ! Það hefur bestu áhrifin. Margir nemendur í skólum læra lítið því þeir fikta ekki nógu mikið með forritun heima.