Er að reyna að fikta eitthvað í Java og er að fylgja þessum leiðbeiningum.
Ég er hinsvegar fastur við sýnidæmi 2. Ég skrifa svona
public class Breyta2 { public static void main(String[] args) { double tala; tala = 15.5; System.out.println("innihald breytunnar tala er: " + tala); tala = -7.6; System.out.println("Innihald breytunnar er nú: " + tala); } }
Og DrJava vælir. Hvað er ég að gera vitlaust? Mér fannst ég hafa fylgt sýnidæminu alveg. Fyrir utan allt // dæmið, sem mér skilst að skipti engu máli fyrir virkni forritsins.
Bætt við 25. október 2009 - 00:28
public class Heiltölubreytur{ public static void main(String[] args) { int tala; tala = 5; System.out.println("Innihald breytunnar tala er: " + tala); tala = 8 System.out.println("Innihald breytunnar tala er nú: " + tala); } }
DrJava segir “Error: Invalid statement.” við línu 9 (neðra System.out…)
Hvað er það sem ég geri vitlaust?