Já góðann daginn, ég var svona að byrja að leika mér að forrita.. bara svona “Hello World” og svoleiðis :)
Ég er að nota bara svona byrjanda e-books og bara að fikta, allavega.
Ég er að nota Visual C# 2008 Express. Ég skil ekki allveg hvað er málið með það að þegar ég geri “Start without debugging þá runnar console forritið bara venjulega, en svo þegar ég debugga, og ætla að runna .exe skránna sem skapaðist þá opnast forritið en slekkur á sér á sama sekúndubroti, ég vona að þið skiljið hvað ég meina, en ég skil ekki af hverju þetta er.
Og annað, bækurnar eru að láta mig gera verkefni sem notast við command prompt til að gera hluti eins og að compæla prógrammið, sem ég skil svosem allveg hvernig á að gera, eins og þegar maður notar >csc example.cs þá á það að virka bara eins og ”Debug“, nema hvað að það skapast ekkert .exe eins og þegar ég geri debug í Visual Basic, og svo virka ekki ýmis commands sem að maður á að vera að prufa eins og t.d. ”listit example.cs".
Ég vona að þið hafið einhverja hugmynd um hvað ég er að tala.