Þannig er nú það að ég er búinn að vera leika mér lengi að gera afar einfalda leiki í gegnum IDE forrit eins og Gamemaker og Multimedia Fusion. Núna langar mig að fara gera þetta almennilega og læra forritunina sjálfa.
Eftir því sem ég les er best að læra C++ ef maður sé á annað borð að pæla í leikjaforritun. Er það kennt hérna á Íslandi, ég hef allavega ekki fundið marga staði sem kenna það.
Nú á flestum stöðum sem ég er búinn að skoða forritun er kennt C#. Hafiði einhverja reynslu á því máli og forritun leikja ?
Fyrir löngu var ég búinn með tvö ár á tölvufræðibrautinni í þáverandi Iðskólanum í Reykjavík, var reyndar kennt pascal og visual basic þá en núna er búið að breyta þessu og C# kennt. Vitiði hvernig kennslan er þar, á maður að klára það sem vantar og fá gráðuna, prófið eða hvað sem maður fær þegar maður klárar þá braut.
Er alveg lost í þessu.