Ég nota Python mest. Kynntist því í gegnum kennara sem kenndi mér Tölvusamskipti í vor, og finnst það æðislegt. Mjög þægilegt að skrifa í því, m.a. vegna þess að default editorinn (IDLE) er með innbyggða hjálp fyrir alla modula. Maður getur t.d. skrifað bara
og þá fær maður aðstoð við að nota rand modulinn (föll og klasa sem hann inniheldur og þess háttar).
Líka bara það hvað það er gegnsætt og snyrtilegt, engir óþarfa slaufusvigar, bara endline og indent til að skilgreina blokkir (sem maður notar hvort eð er í C/C++/C#/Java forritum til að gera kóðann læsilegri) og það er taglaust. Það býður upp á hlutbundna forritun en neyðir mann ekki til þess að nota hana (eins og Java, þar sem maður þarf að búa til klasa utan um Hello World >_<), og hefur líka ýmis tól úr fallaforritun (lamda föll t.d., þó ég hafi ekki enn komist upp á lagið með að nota þau).
Helsti gallinn sem ég tek eftir er að það getur verið vesen að debugga það, því maður hefur í raun bara print skipanir til þess. Bögg ef maður er með t.d. flókna endurkvæmni.
Það er líka auðvitað frekar hægt í keyrslu, verandi túlkað mál, svo það er ekki hentugt í verkefni þar sem hraði skiptir öllu máli. En í t.d. tiltölulega einföld skólaverkefni er það snilld.