Sæll. HTML er ekki beint túlkað sem forritunar mál. HTML er texti sem vafrinn les og teiknar upp vefsíðuna miðað við hann. Dæmi:
<a href="
http://mbl.is">Linkur á mbl.</a>
Þetta er bara texti sem fer inn í notepad, og þú vistar sem HTML skrá og þá reynir vafrinn að lesa skránna sem HTML.
Besta leiðin væri að kynna sér HTML, googla upp HTML tutorials o.sfv. Ég mæli einnig með að þú fiktir með HTML í einhversskonar þægilegum editor eins og Notepad.
Smá dæmi:
Búðu til .txt skrá, opnaðu hana með Notepad.
settu inn:
<html>
<body>
<h1>Þetta er fyrirsögn 1</h1>
<h2>Þetta er fyrirsögn 2</h2>
<a href="http://www.mbl.is">Þetta er linkur á MBL.</a>
</body>
</html>
Vistaðu skránna og lokaðu Notepad.
Hægri smelltu á skránna og farðu í Rename, breyttu endingunni .txt í .html.
Tvísmelltu svo á skránna og þá ætti hún að opnast í vafra. Ef ekki, þá geturðu dregið hana í vafra að þínu vali.
Vona að þetta gefi þér smá innsýni á HTML.
(Aukalega)
Þá eru til margir HTML editorar, þ.s. forrit sem sýnir þér vefsíðuna en gerir HTMLið fyrir þig bakvið tjöldin, en þá er auðvelt að missa stjórnina á vefsíðunni og forritið gæti framkvæmt ljótt HTML. Dreamweaver er dæmi um HTML editor.