Ég og allavega einn annar erum að fara að byrja okkar fyrsta open source project, sem verður IRC botti forritaður í C fyrir GNU/Linux/Unix sem mun styðja “modules” eða “plugins”.
Ég hef forritað C í nokkur ár sem hobby, og hinn hefur gert það í einhvern tíma allavega, og við ætlum að nýta þetta til þess að fá meiri þekkingu í bæði linux forritun og bara open source verkefnum yfir höfuð. Læra á svn, bug tracking og allt þetta.
Allir eru velkomnir, svo lengi sem þið hafið aðgang að Linux kerfi og kunnið C upp að því marki þar sem þið skiljið hugtökin: network programming, multi-threaded programming, shared libraries.
Síðan er http://femtobot.googlecode.com. Ég er að skrifa upprunalegu specifications fyrir bottan eins og er, þannig ef þið farið inn á þetta strax verður ekkert nema forsíðan og drasl kóði sem var aðallega prótótýpa. Þegar ég hef skrifað wiki-ið og séð hvort einhverjir fleiri nenni að vera með byrjum við að forrita, þaes. ef það er ekkert fleira að ræða í sambandi við hönnunina.