Það er alveg rétt að minnismeðhöndlun í C++ eru engin hroðaleg vísindi, en er samt sem áður hlutur sem maður þarf alltaf að hafa í huga við forritun. Þú þarf t.d. alltaf að spyrja þig, á þessi hlutur að hafa lengri líftíma en staflinn, sem þýðir að það þarf að búa hann til á hrúgunni, og ef hann hefur lengri líftíma, hver “á” hlutinn þá (sér um að eyða honum).
Hvert svona atriði sem þú sleppur við að hugsa um, þýðir að þú getur betur einbeitt þér að því að leysa raunverulega vandamálið sem liggur fyrir, í stað þess að velta tæknilegri útfærslu fyrir þér. Síðan er það matsatriði í hvert skipti hvort menn hafa efni á að fórna vinnsluhraða fyrir þessa kosti.
Reyndar þá er hægt að fara millileið í þessum efnum, og það er með því að nota COM interfaces, sem gefa þér hálfsjálfvirka ruslasöfnun með reference counting. Gallinn þar er að menn þurfa að hafa góðan debugger sem finnur minnisleka af völdum “circular-references”, og það getur verið hundleiðinlegt að finna réttan stað til að hreinsa upp slíka hringi.
kv
Grunt
<br><br>-Gulli