Það eru eiginlega tveir skólar í því hvernig fólk eigi að byrja að læra forritun.
Fjær hardware-inu: - kostir
Fjótur að ná þekkingu til að búa til forrit og gera eitthvað við þau.
Hröð hönnun gagnlegra forrita.
-ókostir
Lærir síður hvernig tölvan vinnur og hvernig forritið þitt er í raun og veru að vinna undir húddinu.
Hættir til að vera seinþroska í því að verða góður forritari.
Slæmir siðir.
- gott byrjenda mál
Flestir mæla með python í dag. En það er ekkert lögmál. Java er mjög alhliða og meira “alvöru mál” og svo er JavaScript sem er meira svona gróft mál til að vésenast með á vefnum og gera allskonar sniðuga og ósniðuga hluti með.
- bækur
Internetið og google. Fullt til að dóti á netinu um þetta. Ef þú ert ekki blankur er kannski ekkert vitlaust að kaupa mjög góða kennslubók (reyndu að vanda valið) í einhverju af þessum forritunar málum til þess að ýta þér af stað og koma þér almennilega inn í forritun.
Nær hardware-inu:- kostir
Þú lærir hvernig forritin virka í raun og veru. Og það er ekkert dularfullt við það hvernig tölvan gerir það sem hún gerir.
Mun líklegri til að verða virkilega góður forritari með tíð og tíma.
- ókostir
Það tekur lengri tíma að læra að forrita hagnýt forrit.
Mörgum þykir erfiðara/flóknara að læra þessi forritunarmál.
- gott byrjenda mál
Ég mæli með C frekar en C++ til að byrja að læra á, því það er mun einfaldara og heldur þér í miklu návígi við örgjörvan og minnis meðhöndlun og þessháttar dóterí. Það er í raun ein góð biblía til að læra C og er vanalega kölluð K&R eftir höfundunum. C er í raun alger klassík og ætti c-ið í raun að standa fyrir classic þó það standi nú fyrir eitthvað allt annað. ;)
- bækur
Ef þú ferð þessa leið borar sig að kaupa bækurnar, þú munt í.þ.m. nota K&R bókina mjög mikið.
K&R:
http://www.amazon.com/Programming-Language-Prentice-Hall-Software/dp/0131103628/ref=sr_1_1?ie=UTF8&s=books&qid=1242932458&sr=8-1Svarabók fyrir K&R (mæli með því að hafa hana við hendina):
http://www.amazon.com/Answer-Book-Prentice-Hall-Software/dp/0131096532/ref=sr_1_9?ie=UTF8&s=books&qid=1242932458&sr=8-9