Sælir forritarar
Svo er mál með vexti að ég ætla að fara að demba mér útí forritun í sumar og var að spá í að nota Python málið. Er búinn að vera að lesa mikið um það og sé að margir eru að mæla með að nota Gtk+ toolkit með því. Er Gtk+ það besta til þess að nota með Python eða lumiði á einhverju öðru sniðugu.
Ég fíla mjög hvernig VisualStudios dæmið virkar með C# og er að leita að einhverju svipuðu.
með fyrirfram þökk
EDIT: er líka búinn að fá ábendingu um að nota wxPython og líst helvíti vel á það.