Jamm, sama gamla baraáttan milli Sun og Microsoft.
Ég er að byrja að nota Java við vinnuna en hafði áður notað það til að leysa verkefni í skóla. Það er spurning hvort það sé eitthvað Java-community hérna á klakanum sem ég veit ekki af eða hvort það sé þá ekki kominn tími á það ef svo er ekki, ég gæti alveg notað smá hjálp í ýmsum málum og væri alveg til í að hjálpa öðrum ef ég gæti.
Þessa dagana er ég t.d. að spá í hvaða VCS-tól er gott að nota með JBuilder (Visual Control System til að halda utanum hópverkefni, útgáfustjórnun o.fl.).
Ég hef smá reynslu af Visual Source Safe, þá með V. C++ og það virkaði vel, JBuilder styður VSS en býður líka uppá CVS (samskonar open-source tól) frítt með. Ég er ekki alveg að skilja tólið og ef einhver getur leiðbeint mér væri sú hjálp vel þegin (eða bara sagt mér að gleyma CVS ef reynslan er ekki góð).
Allavega verður Java eitthvað notað hjá mínu fyrirtæki í framtíðinni og vonandi er hægt að koma upp einhverju svona community.
massi