Ég er með java application sem ég er að reyna að keyra með java webstart í gegnum jnlp fæl. Ég fæ eftirfarandi exception:
java.security.AccessControlException: access denied (java.lang.RuntimePermission accessClassInPackage.sun.audio)
Ef ég skrifa í command promtinn
java -jar -Djava.security.manager forrit.jar
þá fæ ég sömu villumeldingu.
Nú er ég búinn að “signa” jar skránna sem ber nú heitið sforrit.jar. Núna þegar ég gef skipunina
java -jar -Djava.security.manager -Djava.security.policy=myPolicy sforrit.jar
þá keyrir forritið.

Spurningin mín er hvernig segi ég jnlp skránni að keyra jar skránna með
-Djava.security.policy=myPolicy
.

Ég veit að ég get breytt java.security skránni í java möppunni en ég vill að hver sem er geti sótt og keyrt forritið af vefþjóninum án þess að lenda í þessu veseni.

Er hægt að sleppa öllu þessu signing dóti? Mér er alveg sama hver sækir forritið og keyrir það. Ég hef prófað að setja
   <security>
     <all-permissions/>
   </security>
í jnlp skránna en ég fær samt sem áður sömu villu.