Sælt verið fólkið!

Við hjá CLARA erum að leita að hæfum forriturum sem eru reiðubúnir að takast á við nýtt og spennandi verkefni. Þetta er gott tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga að upplifa það hvernig er að vinna í sprotafyrirtæki og eiga þátt í því að rífa það upp í næsta risa company Íslands.

Um CLARA:

CLARA er vefrænt markaðsrannsóknartæki sem styðst við gervigreindartækni til að greina á sjálfvirkan hátt viðhorf, tilfinningar og notendahegðun á veraldarvefnum. CLARA er viðamikið kerfi sem notað verður á margan hátt við gagnasöfnun og gagnavinnslu af Internetinu.

Markmið CLARA er að þróa nýstárlegan hugbúnað og kerfi sem bæta og breyta því hvernig fólk upplifir og nýtir sér það mikla magn upplýsinga sem finnast á Internetinu - og um leið stuðla að því að Ísland verði í fararbroddi við mótun Internetsins.

CLARA er íslenskt rannsóknarverkefni styrkt af Háskóla Íslands og Tækniþróunarsjóði.

Við erum að leita að:

Færum forriturum með áhuga á einhverju af eða öllu eftirtöldu:

* Textagreining
* Gervigreind
* Vöruhús gagna
* Dreifð vinnsla og tölvuklasar

Þá telst kostur að þekkja vel til einhvers af eftirtöldu sem við vinnum töluvert með:

* Python
* Jython/Java
* C++
* Linux (einkum RedHat/CentOS og Debian)
* PHP
* MySQL
* Web Services (SOAP, RESTful)
* GPU processing (nVidia CUDA platform)
* Parallel computing, MPI o.fl
* Socket samskipti
* Ýmis Business Intelligence tól s.s. Business Objects

Mjög jákvætt er ef viðkomandi getur unnið í fullu starfi með okkur en við skoðum einnig hlutastörf og er vinnutími mjög sveigjanlegur.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Hauk Hólmsteinsson (haukur@clara.is).