Mig langar til að læra forritun en hef ekki tök á að fara í skóla svo að sjálfsnám eða kannski fjarnám er sennilega eina leiðin fyrir mig. Ég hef komið nálægt forritun í visual basic og einnig í Pascal (fyrir dos, úff það er langt síðan). Spurningin er hvaða forritunarmál ætti ég að byrja á og hvaða leiðir er best fyrir mig að fara. Ég hef séð ótal bækur á markaðnum, en þær eru dýrar og þá er betra að versla bækur sem maður hefur not fyrir. Mér þætti vænt um ef einhver/einhverjir gætu ráðlagt mér.
Með fyrirfram þökk
Maggiant.