Sælinú,
ég veit ekki hvort það eru margir aðrir en ég sem pirrast yfir þessu, en ég vil hafa alla mína tónlist á tölvunni með skráarheiti á sniðinu “Hljómsveit - Nafn á Lagi.mp3”. Ef ég importa tónlist af geisladisk með iTunes koma lögin í sniðinu “##. Nafn Á Lagi.mp3” og ef ég hleð niður tónlist af netinu þá kemur hún í alls kyns sniðum, allt yfir í hörmung eins og “##_-_hljomsveit_-_nafn_a_lagi-FTM.mp3” eða eitthvað álíka. Ég er snyrtimenni þegar að svona kemur en jafnframt latur. Það getur nefninlega tekið óskaplegan tíma að umskýra mikið magn af lögum á þennan máta. Þess vegna datt mér í hug hvort einhver hugaður Hugari veit ekki um (eða er nógu klár til að geta skrifað í einum grænum) sniðugt forrit sem getur tekið inn heilan helling af svona tónlistarskrám og endurskýrt þær á því sniði sem notandanum hentar? Þetta myndi spara mér mikla vinnu í hvert skipti sem bætist við tónlistarsafnið…

Copyað óbreytt af /tonlist, býst vitaskuld frekar við heimasmíðaðri lausn hér en þar, og þar sem ég er tölvunarfræðinemi væri vitaskuld áhugavert ef einhver gæti amk komið með hugmynd um hvernig væri hægt að fara að þessu.
Peace through love, understanding and superior firepower.