Það sem KristinnE sagði og til að útskýra frekar.
EDITOR:
Forritið sem þú notar til að skrifa forritið í. Þú ert í raun bara að skrifa einfalt .txt skjal en þegar þú savar það notarðu þá endingu sem á við forritunarmálið sem þú ert að forrita í .XXX í C++ er það .cpp í C er það .c í java er það .java og svona framvegis.
Til eru ótrúlega margir editorar. Og það eru nánast trúarbrögð í kring um suma. Ég nefni bara Vi og Emacs trúarbragðastyrjöldina sem dæmi.
Það sem forritunar editorar hafa fram yfir venjulega texta editora er að þeir þekkja hvaða forritunarmál þú ert að nota, eftir því hvaða endingu þú setur á skjalið sem þú ert að vinna með. Þá hjálpa þeir þér með því að lita lykilorð í mismunandi litum og nota kannski mismunandi fonta fyrir ólkíkar tegundir lykilorða. Þeir draga líka línur inn eins og hefð hefur skapast fyrir í viðkomandi forritunarmáli, eða eftir þinni sérvisku sem þú getur stillt inn í valmyndir editorsins.
Að finna hinn “rétta” editor og stilla hann eftir eigin sérviskum er því mjög svona þýðingar mikið upp á upplifun þína sem forritari. Og því þykir mér persónulega mikilvægt að velja editora sem geta editorað hvaða forritunarmál sem er, eða hægt er að stilla fyrir hvaða forritunarmál sem er. Gott er líka að viðkomandi editor geti keyrt á hvaða stýrikerfi sem er, það er að segja að til sé versjón í windows, linux, mac og svo framvegis. Þá ertu í raun alltaf heima hjá þér hvar sem þú ert staddur, því þú ert að forrita í umhverfinu þínu sama hvar þú ert. Þetta eru svona pælingar ef þú hefur metnað í að gerast forritari.
—
Svo þarftu bara forrit sem les textann og breytir honum í virkt forrit. Þau kallast annaðhvort Compiler eða Interpreter. Munurinn felst í því hvernig forritið er notað þegar það er virkt. Forritunar mál eru vanalega annaðhvort compiluð ( þýdd ) eða interpretuð ( túlkuð ).
Compiluð forrit eru þýdd eins og þau leggja sig á maskínumál, eða það mál sem örgjörvinn notar. Þegar forritið er þýtt keyrir örgjörvinn það milliliðalausts.
Interpretuð forrit eru túlkuð með millilið ( eða túlki ) sem er sérstakt forrit sem lest textann og breytir honum í maskínukóða þegar forritið er keyrt. Þetta er þá gert í hvert skipti og forritið er keyrt. Svipað og þú færir til afríku og hefðir alltaf túlk við hliðina á þér, í stað þess að tala beint á einhverju afríkumáli. Hm… þú skilur vonandi hvað ég á við. ;)
Compiluð forrit eru hraðvirkari, interpretuð forrit eru hægvirkari. Þó hafa túlkuð forrit ýmsa kosti, eins og það er hægt að keyra forritið hvar sem er án þess að breyta neinu, eða gera neitt; bara ef það er túlkur sem getur túlkað forritið á tölvunni, og getur túlkað yfir á maskínu mál viðkomandi tölvu. Ef þú værir með compilað forrit yrðirðu að þýða það með þeim compiler sem á við þá tölvu, og gætir þurft að breyta forritinu lítillega ( allt eftir því hvernig þú forritaðir það upphaflega ( það er hægt að forrita flest þannig að auðvelt sé að færa forritið á milli stýrikerfa til dæmis ) ).
C++ eða C er dæmi um compilað forritunar mál. Perl eða Python eru dæmi um interpretuð mál. Og svo er java sem er eiginlega undarleg blanda af þessu tvennu.
Java fúnkerar þannig að forritið er þýtt yfir á millimál, kannski hægt að tala um sérstakt túlka mál, einhverskonar yfirmál ( bytecode ) og svo er þetta túlkamál túlkað á hverri tölvu með túlkum sem tala þetta sérstaka java hálfþýdda mál. Sem sagt texti–(þýtt)–bytcode–(túlkað)–maskíknumál.
( Þess má geta að það er líka hægt að þýða java alla leið yfir á maskínumál til þess að gera það hraðvirkara. )
Þannig að til þess að geta búið til forritið úr textanum sem þú skrifaðir þarftu svona forrit. Annaðhvort compiler eða interpreter. Í þínu tilviki þarftu compiler fyrir C++. Og þú vilt væntanlega fá ókeypis compiler. Og þá er bara málið að googla “free c++ compiler” eða eitthvað á þá leið.
En svo er það önnur og þægileg leið þegar maður er að byrja ( eða er að vinna mikið í sama forritunarmálinu — eða bara fílar það ) að nota IDE forrit. En það er í raun EDITOR+COMPILER/INTERPRETER í einu forriti. Mjög þægilegt þegar maður er að byrja. En þá þar maður líka pínu að læra inn á viðkomandi forrit.
IDE ( Integrated Development Environment ) er bara svona forrit sem þú ferð í og skrifar forritið þitt og savar það í möppu og klikkar bara á einhvern takka “copmile” ( eða eitthvað í þá veruna ) og volah! forrit tilbúið ( það er að segja ef engin villa er í því … sem væri kraftaverk ;) ).
Ég eins og KristinnE ráðlegg þér að finna IDE fyrir C++ til að byrja með. Og því er um að gera að spjalla við gamla góða google og spyrja hann eitthvað á þessa leið: “ide c++” eða jafnvel “free ide c++” ef þú ert kræfur.
Happy hacking!