Hvort ættu heimsins bestu leikjaframleðinedur að nota Java eð C++ til að búa til leiki? Mig langar að vita hvaða forrituanrmál er best í teiknimyndaleiki eða leiki.
Fljótt á litið og án mikillar ábyrgðar myndi ég segja að java væri fínt fyrir smærri einfalda leiki sem hægt er til dæmis að spila á netinu, og jú aðeins stærri leiki en það. Hinsvegar er C/C++ betra fyrir stærri og flóknari leiki, eins og þrívíddarskotleiki og hluti sem þurfa að reikna mikið og hratt. Til dæmis má geta þess að OpenGL þrívíddarstaðallinn er hannaður með C í huga ( ekki C++ NB þó flestir noti eflaust C++ þegar þeir eru að forrita OpenGL í dag ).
C/C++ er nú aðal tungumálið í tölvuleikjum. Java er notað í smærri leikjum kanski en það er ekki einn einasti tölvuleikur sem þú finnur í hillum leikjasala sem er skrifaður í Java.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..