Ég mæli með C ( ekki endilega C++ ).
Þetta er forritunarmál sem alltaf er vitnað í og ætti í raun að vera C fyrir Classic. Þar að auki er bókin K&R mjög stutt og skorinorð, ekki endalaus vaðall til að þreyta mann með. Standard kóðasafnið sem styður forritunarmálið er líka mjög lítið ( raunar agnarsmátt miðað við til dæmis Java sem er heljarinnar bákn. ). Það er sem sagt auðvelt að kunna kóðasafnið utan að ( sem er í raun partur af því að kunna að forrita eitthvað forritunar mál ).
Þú þarft í rauninni bara:
The C Programming language.Ég mæli þó eindregið með að kaupa þessa með:
The C Answer Book.