Þegar það er verið að tala um þessa ISO gæðavottun, er spurning hvaða deild er gæðavottuð og hvað hentar hverjum.
Fyrirtæki getur verið með fjármálasviðið ISO gæðavottaða og það gagnast forritaranum voða takmarkað. Eins og kom fram hjá KaT er Skýrr með hugbúnaðarsviðið gæðavottað. EJS er með allt og nú var Hugur að fá allt (afleiðingar að EJS tók yfir). VKS er með starfsmanana, þjónustudeild og tölvudeildina vottaða að ég held.
Það er rétt hjá Massa að EJS/VKS eru ekki mikið inni í þjónustu viðskiptahugbúnaðar. EJS er aðallega að þjónusta bankakerfin og verslunarkerfin. Hugur er aftur á móti í viðskiptahugbúnaðinum.
Hvað VKS er að gera nákvæmlega núna veit ég ekki alveg. Skýrr er mikið inn í Oracle lausnunum og eru að spila mikið inn á það.
Hvað með Streng eru þeir ekki inn í viðskiptahugbúnaði, hvað eru þeir að gera. Eru þeir ekki nokkuð sterkir? Síðan má ekki gleyma Opnum Kerfum sem töpuðu nokkru hundruð milljónum og stóðu samt uppi “eins og ekkert hafði gerst”. Það á reyndar við öll þessi fyrirtæki.
Ég held að það skipti ekki öllu hvaða fyrirtæki maður velur af þessum stóru, þau eru það sterk að þau hafa efni á að tapa. Ef svo má að orða komast. Þannig að ef maður er að leyta af af einhverri stöðugri vinnu þá held ég maður geti farið til hvaða fyrirtækis sem er sem er búið að vera í umræðunum hérna. Fyrir utan kannski Tæknival ;)<br><br>ask | <a href="
http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a