ég er alveg nýr hér á þessu svæði en ég hef gaman að því sem ég held að sé í gangi hér og ef það er einhver sem vill útskýra léttilega hvað þetta allt gerir þá er ég alveg til í smá útskýringu!
Bara svona til að vera með tittlingaskít yfir smáatriðum þá er HTML ekki forritunarmál heldur umbrotsmál (e. markup language). Það skilgreinir hvernig eitthvað á að birtast sem vefsíða, þ.e. í hvaða stærðum, lit og þess háttar. Það uppfyllir ekki það skilyrði að útfæra lógíska virkni þar sem tekið er tillit til breyta, til dæmis inntaks, tíma eða einhvers annars, og bregðast við eftir því.
Stór hluti af því að læra að forrita og verða betri í ‘tölvum’ felst í því að kunna að leita að upplýsingum. Þú getur ekki ætlast til þess að við útskýrum hvað forritun er, eða muninn á html og td c++, í hvert einasta skipti sem einhver fær þá flugu í höfðið að kynna sér þetta “forritunar dót” - “svona html c++ dót eitthvað”.
Ef þú getur ekki lesið ensku, lærðu það þá. Lestu um forritun á netinu ( sjá Google ). Forritaðu og æfðu þig.
Að læra að forrita er kannski pínulítið eins og að læara að hjóla. Þú lærir það ekki bara á því að lesa um það. Þú verður actually að gera það líka. ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..