Eftir áramót fer ég í námskeiðið Tölvunafræði II í Háskóla Íslands þar sem C++ er kennt. Sjálfur er ég verkfræðinemi og tek þetta námskeið bara mér til ánægju og yndisauka og til að breikka örlítið þann forritunargrunn sem ég hef smátt og smátt öðlast í náminu.
Það sem mig vantar er að vita fyrirfram hvað er gott að kunna, vita, eiga og geta áður en nám hefst á fullu eftir áramót. Þarf að borga fyrir compiler? Er Textpad ekki prýðilegur ritill fyrir C++ eða með hverjum er mælt (helst freeware)? Er Microsoft Visual C++ málið kannski og gott að útvega sér eða er það bara snobb? Ég þigg allar ábendingar!