Palli Moon
Smá PHP hjálp
Ég er að leika mér að læra PHP og er nú ekki kominn mjög langt í því. En það er eitt sem mig langar að læra og hef reynt að leita að á netinu en veit eiginlega ekki nógu vel nákvæmlega hvað ég á að leita að til að finna það. Það sem mig vantar að kunna er að láta form lesa hvað þú hefur sett inní það UM LEIÐ og þú gerir það, ekki með því að ýta á submit, þá er ég sérstaklega að tala um radio takka t.d. ef ég spyr í forminu “Hvaða tegund af (einhverju) villtu?” og möguleikarnir eru A, B og C. Þá vil ég fá mismunandi fields eftir því hvað þú valdir, og ég vil semsagt ekki að notandinn þurfi að ýta á submit takka fyrr en hann er búinn að fylla allt formið út.