Held að þú finnir mest af efni um C og C++, það gæti verið gott að lesa C++ bók fyrir algeran byrjanda og fá þannig þekkingu um grunnhugtök í tölvunarfræði. Vegna þess hversu djúp mál C og C++ eru þá er ekki komist hjá því að læra þessi hugtök, en í öðrum “hærri” forritunarmálum þá er oft einblínt of mikið á hagnýtu hliðina (sem er að sjálfsögðu gott, en ef þú hefur engan grunn þá muntu fljótt rekast á stóran vegg, því að þú skilur ekki undirliggjandi aðferðirnar.)
Ef þú vilt ekki halda þig áfram í C++ þá er Python það mál sem hefur mig mest heillaðann þessa dagana.
Hér eru nokkrir bókatitlar sem mér finnst hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina:
C++ Programming Fundamentals
Teach Yourself C++ in 21 Days (ótrúlegt en satt, en þessi bók er alveg frábær fyrir fólk sem er að byrja í forritun!)
Beginning Python (aðeins meira advanced, ætlast til að þú skiljir amk. grunnhugtökin)
Ættir að finna þessar bækur á amazon eða hugsanlega einhvers staðar í stafrænu formi.