Byrjaðu á að kynna þér aðeins ‘RegEdit’, sem þú getur opnað með því einfaldlega að fara í ‘Run…’ og skrifað ‘regedit’.
Þarna geyma flest Windows forrit upplýsingar. Líttu á RegEdit sem risastóra alfræðiorðabók, þar sem mjög mikilvægt er að hafa skipulag á hlutunum. Góð staðsetning í registry fyrir stillingar forrits væri t.d.
HKEY_CURRENT_USER\Software\[þróunaraðilinn]\[nafn-forrits]
HKEY_CURRENT_USER er hengt á notandann sem er loggaður inn, HKEY_LOCAL_MACHINE er hengt á tölvuna eins og hún leggur sig. Semsagt, það sem þú skrifar í HKEY_CURRENT_USER birtist ekki í registryinu þegar annar loggar sig inn á vélina. Svona viltu hafa langflestar stillingar forrita, til að menn geti haft sínar stillingar út af fyrir sig. :)
Ég hef reyndar alltaf notað bara Qt GUI libraryið þegar ég forrita gluggadrasl í C++, svo að ég veit ekki hvernig þetta er í Borland C++Builder. Í Delphi myndirðu nota componentinn TRegistry sem fylgir með. Þá þarftu að setja “Registry” í ‘Uses’ listann efst í skjalinu, og búa til nýjan instance, sem ég vænti þess að þú kunnir. Ef þú kannt það ekki geturðu komið hingað með spurningar, einhvers sem man betur en ég eftir Delphi getur eflaust svarað þér. :)
En reyndar, þegar ég spái í því, þá prófaði ég C++Builder einhven tíma og mér sýndist allt vera nákvæmlega jafn einfalt og í Delphi. Socket-forritunin virkaði nákvæmlega eins, og var alveg jafn auðveld. Því vænti ég að jafn sjálfsagður hlutur og registry-meðhöndlun sé barnaleikur í C++Builder eins og Delphi, ef þú vilt frekar nota C++. :)
Gangi þér vel.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is